Velkomin(n) í ÍTM táknabanka!

ÍTM táknabanki er gagnagrunnur fyrir orðasafn íslensks táknmáls (ÍTM). Táknabankinn er þróaður af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra í samvinnu við Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum í Háskóla Íslands.

ÍTM táknabanki er aðallega notaður til þess að umrita ÍTM. Mörkun táknaðs texta er festur við kóða af myndböndum og þetta kóðaða efni er hægt að nota til þess að búa til málheild yfir táknaðan texta.

Í táknmálsmálheildum fær hvert tákn (þ.e.a.s. tákn með formfasta merkingu) úthlutað sérstöku nafni, þ.e. glósu (t.d GRÆNN eða HÚS). ÍTM táknbanki hefur að geyma glósur tákna, myndband af tákninu í grunnmynd, þýðingu táknsins á íslensku og frekari upplýsingar um hvert tákn eftir þörfum. Bætt verður við gagnagrunninn eftir því sem meiri texti verður umritaður.

Orðasafnið sem verið er að byggja upp kemur úr málheildarverkefni sem unnið var árið 2017.

ÍTM táknabanki byggist á táknabanka finnska táknmálsins sem aftur byggist á þeim táknabönkum sem þróaðir voru fyrir ástralska táknmálið og hollenska táknmálið. Kóða fyrir alla þessa gagnabanka er hægt að finna á Github https://github.com/Signbank.

Myndböndin úr ÍTM táknabanka má nota í samræmi við reglur/leyfi Creative Commons BY-NC-SA licence https://creativecommons.org/licenses/by-nc-sa/4.0/deed.en.